Framtíð Reykjavíkur í þínum höndum

Borgarhakk 2019

  • Ráðhúsið 11.-12. október 2019

Sá fyrsti á landinu

Fáðu far inn í framtíðina með fyrsta sjálfkeyrandi bílnum á Íslandi. Navya er 4. stigs sjálfrennireið sem ráðstefnugestum stendur til boða að fara á rúntinn með fyrir utan Hörpu. Á sýningarsvæðinu að utanverðu munu ráðstefnugestir einnig geta skoðað deilihagkerfis og rafsamgönguflotann sem er að spretta upp víðsvegar um borgina.

Við verðum í Hörpu

Í Silfurbergi á 2. hæð Hörpu færðu að heyra allt um Snjallborgina, snjalla ljósastaura og framtíðar samgöngumáta borgarinnar. Á sýningarsvæðinu Eyri fyrir framan Silfurberg geturðu svo skyggnst inn í framtíðarborgina með sýndarveruleika gleraugum og hlaðið símann þinn í öruggri geymslu.

Borgarhakk – Viltu vinna miljón?

Borgarhakk er viðburður fyrir fólk eins og þig, sem vill gera góða borg enn betri. Um er að ræða hakkaþon eða hugmynda verkefnastofu fyrir þátttakendur á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn. Tekist verður á við krefjandi áskoranir og leitað skapandi lausna fyrir framtíðarborgina Reykjavík undir leiðsögn sérfræðinga.

Taka þátt