Borgarhakk

Framtíð Reykjavíkur í þínum höndumRáðhúsið / 11. okt. kl. 16-21 / 12. okt. kl. 08-22 / 2019

  • Köllum eftir hugmyndum um nýsköpun innviða og þjónustu í borginni, t.d. í velferðartækni, menntun, afþreyingu og samgöngum.
  • Hefur þú séð snjallar lausnir erlendis sem þú telur að eigi heima í Reykjavík?
  • Langar þig að gera góða borg enn betri?
  • Hvar liggja framtíðartækifærin í borginni?

1.000.000 kr. FYRIR BESTU HUGMYNDINA

Borgarhakk er viðburður fyrir fólk eins og þig, sem vill gera góða borg enn betri. Um er að ræða hakkaþon eða hugmynda verkefnastofu fyrir þátttakendur á öllum aldri með fjölbreyttan bakgrunn. Tekist verður á við krefjandi áskoranir og leitað skapandi lausna fyrir framtíðarborgina Reykjavík undir leiðsögn sérfræðinga.

Hugmynd er ekki skilyrði til þátttöku, heldur fá allir að vera með sem vilja og geta þá verið í hóp með öðrum sem eru annaðhvort með ómótaðar hugmyndir eða lengra komnar. Að lokum kynna þátttakendur lausnir sínar stuttlega fyrir dómnefnd sem velur bestu lausnina, en sigurteymið hlýtur 1.000.000 kr. í verðlaun.

Markmiðið er að efla Snjallborgina RVK þannig að hún verði framsýnni, skilvirkari, öruggari, aðgengilegri, umhverfisvænni og ákjósanlegri staður til að búa á.