Snjallborgar ráðstefna

Nýsköpun í þágu borgarbúaHarpa - Silfurberg / 3. maí 2018 / kl. 8:00-17:30

  • Hvaða áhrif munu lausnir eins og deilibílar, hleðslustöðvar fyrir rafbíla, deilihjólastæði, flæðisteljarar og deilihjól hafa á líf borgarbúa og upplifun ferðamanna?
  • Hvernig samkeyrum við gögn sem verða til við innleiðingu nútíma lausna og nýtum þau til betri ákvörðunatöku og nýsköpunar í uppbyggingu borgarinnar?
  • Hvaða tækifæri felast í snjöllum ljósastaurum og sorptunnum?
  • Geta staðbundnir rauntíma hljóð-, veður- og loftgæðisnemar gert okkur að meðvitaðri borgarbúum?

Nýjar lausnir kalla á nútímavæðingu innviða og þjónustu borgarinnar með framtíðina í huga. Hvernig verður Reykjavík framsýnni með nýsköpun í þágu borgarbúa? Sú þekking og reynsla sem þarf í þá vinnu liggur víða. Öflum þekkingar hjá þeim sem yfir henni búa og hafa reynt.

Robin Chase stofnandi ZipCar, höfundur Peers Inc og einn fremsti deilihagkerfis sérfræðingurinn deilir visku sinni með ráðstefnugestum. Stærstu samgöngu smáforritin á heimsvísu, Waze og Moovit, færa okkur í nútímann um rafrænt upplýsinga- og umferðarflæði. Hvernig sér Uber fyrir sér samgöngur framtíðarinnar í Reykjavík? Þá eiga ráðstefnugestir kost á því að fá far með fyrsta sjálfkeyrandi bílnum á Íslandi í lok ráðstefnu.

Virkjum þekkinguna og förum yfir tækifærin sem eru framundan #snjallborgin