Um Snjallborgina

Að framtíð skal hyggja, ef borg skal byggja

Deilibílar, velferðartækni, snjallir ljósastaurar, loftgæðisnemar, rauntíma gögn, skólatækni, deilihjól, flæðisteljarar, rafbíla hleðslustöðvar, snjallskýli, deilibílastæði, spjallmenni, deilihjólastæði, snjalltunnur og sjálfkeyrandi bílar eru dæmi um nútíma lausnir sem að mynda Snjallborg með aðstoð grunninnviða eins og upplýsinga-, samskipta- og fjarskiptatækni.

Nýjar lausnir kalla á nútímavæðingu innviða borgarinnar með framtíðina í huga. Markmið Snjallborgar er nýsköpun í þágu borgarbúa, m.a. innan velferðar, menntunar, menningar og samgangna.

Með aðferðafræði snjallborga að leiðarljósi leggjum við áherslu á aukin þægindi, upplifun og lýðheilsu íbúa þar sem að þjónustan verður skilvirkari, aðgengilegri og umhverfisvænni í takt við stefnur borgarinnar.

Við horfum heildrænt yfir borgina og til framtíðar í ákvörðunartökum til að hámarka lífsgæði íbúa og stefnum á að koma Reykjavík á stall meðal framsæknustu borga veraldar.

Mótum framtíðina saman #snjallborgin

Snjallstefna Reykjavíkurborgar

Leiðandi í nýsköpun, þróun og rannsóknum á alþjóðavísu við uppbyggingu innviða, rafrænna lausna og þjónustuferla.
Beitum notendamiðaðri hönnun, þar sem að þarfir eru greindar út frá upplifun notenda og þeirra sem að veita þjónustuna.
Eflum þverfaglegt samstarf við hagsmunaaðila, innan sem utan borgar, með fókus á frumkvöðla- og háskólasamfélagið.
Opnun gagna til rannsókna og nýsköpunar, þar sem að nútímatækni eins og gervigreind verður beitt til þess að hámarka virði.

Teymið

Snjallborgar teymið vinnur út frá Skrifstofu þjónustu og reksturs, þvert á öll svið borgarinnar, í nánu samstarfi með m.a. Rafrænni þjónustumiðstöð og Upplýsingatæknideild borgarinnar.

Kristinn Jón Ólafsson

Sem verkefnastjóri Snjallborgar vinn ég að framtíðarsýn Reykjavíkur með áherslu á greiningu og nýsköpun innviða og lausna.

Mitt hlutverk felst m.a. í því að finna nýjar leiðir til að svara þörfum borgarbúa, efla þverfaglegt samstarf við hagsmunaaðila og hámarka virði verkefna með nútíma tækni og verklagi.

Ég er frumkvöðull í eðli mínu og hef unun af því að leita lausna þar sem ég get blandað saman áhuga mínum á nýsköpun, tækni og að hafa áhrif á nær samfélagið til hins betra.

mailto:kristinnjo@reykjavik.is
Kristinn Jón Ólafsson

Magnús Yngvi Jósefsson

Sem verkefnastjóri Snjallborgar vinn ég að framtíðarsýn Reykjavíkur með áherslu á rannsóknir og alþjóðlegar styrkumsóknir. Ég greini og máta stefnur borgarinnar við rannsóknartækifæri hérlendis og erlendis.

Rannsóknarsjóðir Evrópusambandsins eru aðal leikvöllurinn og er Reykjavík virkur þátttakandi í fjölda styrkumsókna þar sem tengslanet borgarinnar eflist dag frá degi við öfluga hagsmunaaðila um alla Evrópu.

mailto:magnus.yngvi.josefsson@reykjavik.is
Magnús Yngvi Jósefsson