Um Snjallborgina

Að framtíð skal hyggja, ef borg skal byggja

Deilibílar, velferðartækni, snjallir ljósastaurar, loftgæðisnemar, rauntímagögn, skólatækni, deilihjól, flæðisteljarar, rafbílahleðslustöðvar, snjallskýli, deilibílastæði, spjallmenni, deilihjólastæði, snjalltunnur og sjálfkeyrandi bílar eru dæmi um nútímalausnir sem að mynda Snjallborg með aðstoð grunninnviða eins og upplýsinga-, samskipta- og fjarskiptatækni.

Nýjar lausnir kalla á nútímavæðingu innviða borgarinnar með framtíðina í huga. Markmið Snjallborgar er nýsköpun í þágu borgarbúa, m.a. innan velferðar, menntunar, menningar og samgangna.

Með aðferðafræði snjallborga að leiðarljósi leggjum við áherslu á aukin þægindi, upplifun og lýðheilsu íbúa þar sem að þjónustan verður skilvirkari, aðgengilegri og umhverfisvænni í takt við stefnur borgarinnar.

Við horfum heildrænt yfir borgina og til framtíðar í ákvörðunartökum til að hámarka lífsgæði íbúa og stefnum á að koma Reykjavík á stall meðal framsæknustu borga veraldar.

Mótum framtíðina saman #snjallborgin

Snjallstefna Reykjavíkurborgar

Leiðandi í nýsköpun, þróun og rannsóknum á alþjóðavísu við uppbyggingu innviða, rafrænna lausna og þjónustuferla.
Beitum notendamiðaðri hönnun, þar sem að þarfir eru greindar út frá upplifun notenda og þeirra sem að veita þjónustuna.
Eflum þverfaglegt samstarf við hagsmunaaðila, innan sem utan borgar, með fókus á frumkvöðla- og háskólasamfélagið.
Opnun gagna til rannsókna og nýsköpunar, þar sem að nútímatækni eins og gervigreind verður beitt til þess að hámarka virði.

Skráning í Borgarhakkið

Langar þig að móta framtíð Reykjavíkur með okkur? Skráðu þig í Borgarhakkið strax í dag! Allir eru velkomnir, en það er nauðsynlegt að skrá sig til að tryggja sér sæti. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Skrá mig